Ég var fimm ára þegar ég tilkynnti foreldrum mínum að ég ætlaði að verða sjávarlíffræðingur og ég skipti aldrei um skoðun eftir það.
Eilidh vill ekkert annað gera í lífinu en að rannsaka hvali, og þá sérstaklega háhyrninga.
Eilidh vill ekkert annað gera í lífinu en að rannsaka hvali, og þá sérstaklega háhyrninga. — Morgunblaðið/Ásdís

Nafnið hennar Eilidh Sutherland O'Brien hljómar afskaplega skoskt, enda ekki að furða þar sem hún er frá Glasgow. Reyndar er Eilidh borið fram eins og Eylý, því síðustu tveir stafirnir eru hljóðir. Blaðamaður spyr í gríni hvort hún sé skyld kvikmyndaleikaranum Donald Sutherland. Hún hlær og segir mömmu sína alltaf kalla Donald frænda sinn og er viss um að einhver skyldleiki myndi finnast ef grúskað yrði í ættfræðinni.

Við hittumst eftir lokun Hvalasafnsins úti á Granda þar sem hún vinnur, en Eilidh fær aldrei nóg af því að tala um hvali. Hún er með meistaragráðu í sjávarlíffræði frá hinum virta háskóla St. Andrews og hefur stundað rannsóknir á hvölum og þá aðallega háhyrningum sem eru í sérlegu uppáhaldi.

Ákvað ævistarfið fimm ára

Eilidh er einkabarn foreldra sinna, alin upp í Glasgow þar

...