Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni tekur þátt á sínum fyrstu Paralympics-leikum þegar hún keppir í kúluvarpi í F37-flokki hreyfihamlaðra á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, skammt utan Parísar klukkan 17.15 í dag
Þorpið Íslenski hópurinn hitti Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og eiginmann hennar Björn Skúlason í ólympíuþorpinu í gær.
Þorpið Íslenski hópurinn hitti Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og eiginmann hennar Björn Skúlason í ólympíuþorpinu í gær. — Ljósmynd/ÍF

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni tekur þátt á sínum fyrstu Paralympics-leikum þegar hún keppir í kúluvarpi í F37-flokki hreyfihamlaðra á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, skammt utan Parísar klukkan 17.15 í dag.

Í Frakklandi er þá tekið að kvölda, keppni hefst klukkan 19.15 að staðartíma. Ingeborg finnst gott að keppa að kvöldi til.

„Þetta er rosa fínn tími, ég er mjög ánægð með hann. Ég er vön því að keppa á þessum tíma dags þannig að ég veit hvernig ég get stillt upp deginum fyrir keppnina, hvað hvíld og annað varðar,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í ólympíuþorpinu í París í gær.

...