Sjóndeildarhringurinn nefnist pólsk gestasýning sem ­Stefan Zeromski-leikhúsið sýnir á Stóra sviði Þjóðleikhússins fimmtudaginn 5. september kl. 19. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu er leikverkið byggt á samnefndri skáldsögu eftir Wiesław…
Stjarna Leikarinn Tomasz Kot.
Stjarna Leikarinn Tomasz Kot.

Sjóndeildarhringurinn nefnist pólsk gestasýning sem ­Stefan Zeromski-leikhúsið sýnir á Stóra sviði Þjóðleikhússins fimmtudaginn 5. september kl. 19. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu er leikverkið byggt á samnefndri skáldsögu eftir Wiesław Mysliwski sem „þykir meðal fegurstu skáldsagna Pólverja, en í henni er sveitaþorpið í sögumiðju. Sagan er öðrum þræði sjálfsævisöguleg, en um leið er hún óður til ákveðins staðar og tíma. Höfundurinn horfir til fortíðar og um leið og hann beinir kastljósinu að sögu fjölskyldu sinnar bregður hann upp mynd af smábæ á tímum síðari heimsstyrjaldar og allt til loka tuttugustu aldar. Sýningin er margrómuð í heimalandinu og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana,“ segir í kynningu.

Leikstjóri uppfærslunnar er Michał Kotanski og meðal leikara er Tomasz Kot, en hann er „einn þekktasti leikari Pólverja sem lék m.a. í kvikmyndinni Cold War sem tilnefnd var

...