Fólk hefur svo gaman af að láta segja sér sögur og fátt veit ég skemmtilegra en að segja öðrum sögur. Inni í mér býr sagnakona sem þarf stundum að fá að brjótast út og ég hef farið með hátt í þrjú hundruð manns í þessar göngur frá því ég fór af stað …
Á söguslóð Eyrún unir hag sínum vel í hlutverki sagnakonunnar, hér við Drekkjarhyl í Elliðaárdal. Vel sést á leirlit og farvegi hvar Skötufoss hefur runnið.
Á söguslóð Eyrún unir hag sínum vel í hlutverki sagnakonunnar, hér við Drekkjarhyl í Elliðaárdal. Vel sést á leirlit og farvegi hvar Skötufoss hefur runnið.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Fólk hefur svo gaman af að láta segja sér sögur og fátt veit ég skemmtilegra en að segja öðrum sögur. Inni í mér býr sagnakona sem þarf stundum að fá að brjótast út og ég hef farið með hátt í þrjú hundruð manns í þessar göngur frá því ég fór af stað í vor,“ segir Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og rithöfundur sem býður upp á sögugöngur undir heitinu Glæpir og refsing í Elliðaárdalnum.

„Þetta svæði er þrungið sögu og í þessum göngum segi ég frá hvernig byggðin var hérna, frá gömlu sveitabæjunum, Ártúni, Árbæ, Breiðholti og Grensás, og hvar vaðið var yfir ána þegar bændur komu til Reykjavíkur með fé á fæti til slátrunar. Ég segi líka frá iðnvæðingu Íslands sem hófst í Elliðaárdalnum, en þar var þófaramylla og litunarhús um miðja átjándu

...