Rússnesk stjórnvöld segjast ekki óttast að Vladimír Pútín forseti landsins verði handtekinn í Mongólíu þegar hann fer þangað í heimsókn í næstu viku. Mongólía á aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum sem hefur gefið út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir…
Eftirlýstur Vladimír Pútín heimsækir Mongólíu í næstu viku.
Eftirlýstur Vladimír Pútín heimsækir Mongólíu í næstu viku. — AFP/Mikhaíl Teresjenkó

Rússnesk stjórnvöld segjast ekki óttast að Vladimír Pútín forseti landsins verði handtekinn í Mongólíu þegar hann fer þangað í heimsókn í næstu viku. Mongólía á aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum sem hefur gefið út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir að bera ábyrgð á ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands.

Rússlandsforseti fer til Mongólíu á þriðjudag, í fyrstu heimsókn sína til aðildarríkis glæpadómstólsins frá því að handtökuskipunin var gefin út í mars 2023.

„Við höfum engar áhyggjur, við höfum átt í frábærum viðræðum við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, við AFP-fréttastofuna.

Spurður hvort rússnesk stjórnvöld hefðu rætt um handtökuskipunina við stjórnvöld í Mongólíu svaraði hann: „Allir þættir heimsóknarinnar voru

...