Íslands­meist­ara­mótið í dauðadýfu (e. de­athdi­ve) svo­kallaðri fer fram um helg­ina en Konni Gotta, helsti sér­fræðing­ur lands­ins í þess­ari ný­stár­legu jaðaríþrótt, mætti í Ísland vakn­ar fyrir helgi og ræddi sportið og mótið við þau Krist­ínu Sif, Bolla Má og Þór Bær­ing. Mótið fer fram í Hopp­landi á Akra­nesi á morg­un, sunnu­dag­inn 1. sept­em­ber, kl. 16:00.

Segja má að dauðadýfa sé ein harðasta íþrótt sem keppt er í á Íslandi, en þar stökkva menn af 10-12 metra pöll­um með alls kon­ar tilþrif­um. Viðtalið má heyra á K100.is.