„Það er ekki spurning að verðbólgan og háir vextir hafa mikil áhrif á traust til stjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um stöðu Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í gær
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Það er ekki spurning að verðbólgan og háir vextir hafa mikil áhrif á traust til stjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um stöðu Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 13,9 prósenta fylgi að því er fram kom í skoðanakönnun Maskínu sem birtist í vikunni.

Flokksráðsfundur sjálfstæðismanna fer fram nú um helgina og segir Bjarni að nú þurfi að virkja kraftinn sem í flokknum býr.

„Nú reynir á okkur sjálfstæðismenn. Við þurfum að eflast í mótvindi, koma saman og skerpa á stefnunni. Sækja í gildin og koma þeim á framfæri því það er ekki spurning að þau eiga erindi við landsmenn,“ segir Bjarni.

...