„Við erum að vinna með líkamann sem einhvers konar ílát sem geymir allt sem við upplifum, gerum og hugsum. Líkaminn man allt, hann er skálin sem heldur utan um allt það sem við erum og skynjum
Dansverk Hér eru þær Helga og Valgerður Rúnarsdóttir á sviðinu að leira, í nýja verkinu, Líkaminn er skál.
Dansverk Hér eru þær Helga og Valgerður Rúnarsdóttir á sviðinu að leira, í nýja verkinu, Líkaminn er skál. — Ljósmyndari/Owen Fiene

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Við erum að vinna með líkamann sem einhvers konar ílát sem geymir allt sem við upplifum, gerum og hugsum. Líkaminn man allt, hann er skálin sem heldur utan um allt það sem við erum og skynjum. Sýningin fæddist út frá því að ég greindist með krabbamein, en það leiðir mann sannarlega djúpt inn í líkamann. Við erum samt ekki að vinna með mína reynslu eða sögu, heldur með líkamann sem þetta ílát sem geymir allt,“ segir Helga Arnalds um dansverkið Líkaminn er skál sem leikhópurinn hennar, 10 fingur, frumsýnir í Tjarnarbíói í Reykjavík 5. september. Verkið er eftir Helgu og Matteo Fargion, sviðslistamann og vel þekkt tónskáld frá Bretlandi sem sérhæfir sig í að semja fyrir dans.

„Aðferðafræði Matteos byggir á ákveðnum formúlum úr

...