Laugarásbíó, Sambíóin og Bíó Paradís Ljósbrot ★★★★· Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson. Handrit: Rúnar Rúnarsson. Aðalleikarar: Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Ísland, 2024. 82 mín.
Sjónrænt meistaraverk Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar er að mati rýnis „sjónrænt meistaraverk“ þar sem leikurinn, „hjá sérstaklega Elínu Hall [til hægri á myndinni] og Kötlu Njálsdóttur, er til fyrirmyndar“.
Sjónrænt meistaraverk Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar er að mati rýnis „sjónrænt meistaraverk“ þar sem leikurinn, „hjá sérstaklega Elínu Hall [til hægri á myndinni] og Kötlu Njálsdóttur, er til fyrirmyndar“.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Áhorfendur taka andköf þegar þeir sjá opnunarskotið í Ljósbroti. Aðalpersónan Una (Elín Hall) situr úti á Granda og horfir á sólsetrið. Tökuvélinni er stillt upp fyrir aftan persónuna þannig að áhorfendur sjá ekki andlitið á Unu. Áhorfendur beina sjónum sínum því að fallegu birtunni sem kemur frá sólsetrinu og umvefur Unu. Það verður strax ljóst að myndin er skotin á filmu en það væri erfitt að fá sömu niðurstöðu ef sama atriði yrði skotið með stafrænni vél. Skotið er ótrúlega fallegt og gefur tóninn fyrir alla myndina þar sem fagurfræðin fær mikið vægi og eiga leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og kvikmyndatökumaðurinn Sophia Olsson mikið hrós skilið.

Hins vegar þurfa sögupersónurnar í atriðinu, þ.e. Una og

...