Hljómsveitin Pelican tróð óvænt upp í portinu fyrir utan verslunina Plötuportið við Laugaveg. Hljómsveitin var þá ein sú vinsælasta á landinu.
Hljómsveitin Pelican tróð óvænt upp í portinu fyrir utan verslunina Plötuportið við Laugaveg. Hljómsveitin var þá ein sú vinsælasta á landinu. — Morgunblaðið/RAX

Mynd frá tónleikum hljómsveitarinnar Pelican fyrir utan hljómplötuverslunina Plötuportið birtist á baksíðu Morgunblaðsins 5. september fyrir hálfri öld.

Plötuportið var í porti við Laugaveg þar sem Grammið var síðar til húsa. Í myndatexta segir að mikill fjöldi hafi safnast saman í portinu, aðallega börn og unglingar, og haft „hina beztu skemmtun af“.

Í sama blaði birtist á Slagsíðunni, poppsíðu Morgunblaðsins, umfjöllun um tónleika sem Pelican hélt í Austurbæjarbíói nokkrum dögum fyrr, 28. ágúst 1974, þar sem stóru orðin voru ekki spöruð.

„Margt bendir nú til þess, að hljómsveitin Pelican hafi tryggt sér efsta sætið í fyrstu deildar keppni íslenzkra popphljómsveita þetta árið, a.m.k. hefur engin önnur hljómsveit átt slíkan stórleik á hljómleikum sem Pelican sýndi í Austurbæjarbíói á

...