Ef fólk er gripið nógu snemma þá er möguleiki að það nái vopnum sínum aftur á tveimur árum.
Vilborg segir opnun Akureyrarklíníkurinnar mikil tímamót.
Vilborg segir opnun Akureyrarklíníkurinnar mikil tímamót. — Morgunblaðið/Arnþór

Vilborg Ása Guðjónsdóttir fann fyrst fyrir einkennum ME-sjúkdómsins árið 2008 þegar hún fékk slæma veirusýkingu og var það ekki fyrr en ári síðar sem hún náði sér að mestu.

Sex árum síðar byrjaði að halla aftur undan fæti eftir nokkur ár í mjög krefjandi starfi. Mikill skortur var þá á þekkingu á sjúkdómnum og hvernig best væri að nálgast hann hérlendis, hvort sem það var í heilbrigðiskerfinu eða í samfélaginu.

„Þá hafði vinnustaðurinn minn enga þekkingu eða skilning á ástandinu. Ég átti samtal við hann varðandi sveigjanleika í tengslum við þetta ástand, en það var enginn vilji til að koma til móts við mig þar að neinu leyti.“

Þá versnar ástandið og fer Vilborg í fimm mánaða veikindaleyfi.

...