Nú get ég bent fólki á Akureyrarklíníkina, sem er geggjað, af því að ég var á fullu að hitta fólk sem tók mikla orku frá mér.
Herdís Sigurjónsdóttir segir uppsögn úr starfi mesta áfall sem hún hefur upplifað.
Herdís Sigurjónsdóttir segir uppsögn úr starfi mesta áfall sem hún hefur upplifað. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Árið 2015 greindist Herdís Sigurjónsdóttir með sjúkdóminn ME/CFS. Það var langur aðdragandi að greiningunni en hún hafði byrjað að finna fyrir einkennum sjúkdómsins sex árum fyrr.

„Ég veit núna að ég fékk sjúkdóminn árið 2009 þegar ég veiktist alvarlega af svínaflensunni og jafnaði mig aldrei. Ég hafði aldrei heyrt um svona veikindi og hafði verið alveg ómöguleg í dágóðan tíma,“ segir Herdís.

Til að gera illt verra varð Herdís alvarlega veik af veirusýkingu í miðtaugakerfinu árið 2013.

„Þá voru einhverjir læknar sem töldu þetta vera ágenga herpesveiru. Síðan er ég búin að vera með alls konar taugavesen en eftir þetta varð ég lesblind og illa áttuð. Ég fór að gera heilaleikfimi í símanum og æfa mig á krossgátum og

...