Uppfærslan er ofurdekur við tafastefnuna á öllum sviðum.
Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

Í borgarstjórn hefur ætíð verið þverpólitískur áhugi á stórbættum og afkastameiri almenningssamgöngum. En það er álitamál hve mikinn stofn- og rekstrarkostnað Reykvíkingar geta lagt í slíkar umbætur og hvernig þeim fjármunum verður best varið.

Borgarlína

Snemma á öðrum áratugnum varð Borgarlína að lausnarorði vinstri meirihlutans í Reykjavík, fyrst sem lestakerfi, síðan stór, hágæða, lillablár lúxusstrætó með liðamótum, sem ekur á miðjuakreinum stofnbrauta. Aðrir valkostir virðast aldrei hafa komið til álita, s.s. miklu ódýrari, létt Borgarlína, á hliðarsettum hægri akreinum. Árið 2019 taldi samgöngusáttmálinn að Borgarlína kostaði 49,6 milljarða. Nú fimm árum síðar er sá kostnaður 130,6 milljarðar. Óútfyllt ávísunin sem hækkar um 160% á fimm árum mun örugglega hækka miklu meira.

...