Fjölskyldan Frá vinstri: Guðný Erla, Sigrún, Guðni, Sólveig Kristín og Auður Birna.
Fjölskyldan Frá vinstri: Guðný Erla, Sigrún, Guðni, Sólveig Kristín og Auður Birna.

Guðni Albert Einarsson er fæddur þann 31. ágúst 1954 á Suðureyri við Súgandafjörð og hefur alla tíð átt heima á Suðureyri fyrir utan skólaárin.

Hann var tvo vetur á Núpi, þar sem landspróf var klárað, og síðan þrjá vetur í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, og lauk farmannaprófi árið 1976.

Guðni var í sveit á Norðureyri í Súgandafirði og að auki tvö sumur á Hámundarstöðum neðri í Vopnafirði. Hann byrjaði svo fjórtán ára á sjó meðfram skóla, fyrst á Sjöfninni með Guðmundi föðurbróður sínum og svo á Friðberti Guðmundssyni með Einari föður sínum.

Haustið 1971 kom Sigurvon ÍS 500 til Suðureyrar og var Guðni á Sigurvoninni í tuttugu ár, fyrst meðfram skóla sem háseti, svo sem stýrimaður og síðustu ellefu árin sem skipstjóri. Guðni fór í eigin útgerð haustið 1990 þegar Hrönn ÍS 303 var keypt og reri

...