Guðjón Eiríksson fæddist 26. júní 1939. Hann lést 9. ágúst 2024. Útför fór fram 29. ágúst 2024.

Bróðir pabba, ljúfur, blíður, umhyggjusamur, heill. Alltaf brosmildur. Einstök mannvera. Það var gott að vera í návist Nonna. Þegar ég var lítil voru fastir liðir í samveru á jólunum, þar sem okkur var boðið í kræsingar. Samvera á sumrin þegar fjölskyldur okkar voru saman í Arnardal fyrir vestan. Dalnum þar sem pabbi og Nonni bróðir hans ólust upp. Síðustu árin voru Nonni og Didda, konan hans yndislega, í dalnum sumarlangt, það var notalegt að vera nágrannar í sumarfríinu.

Pabbi hefur sagt okkur frá æsku þeirra bræðra. Heilbrigðir og fjörugir strákar, klifu fjöll og lifðu í sátt við náttúruna. Ég hef lært frá þeim að náttúran er hluti af okkur, eitthvað sem bera að virða, eitthvað sem maðurinn getur ekki beislað

...