Skiptum er lokið á fjárfestingafélaginu Lindir Resources ehf., en félagið fjárfesti í olíufyrirtækjum í Noregi og Kanada fyrir efnahagshrun. Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega. Fram kemur að engar eignir fundust í þrotabúinu og …
Þrotabú Engar eignir fundust í búi dótturfélags Landsbankans.
Þrotabú Engar eignir fundust í búi dótturfélags Landsbankans. — Morgunblaðið/Golli

Skiptum er lokið á fjárfestingafélaginu Lindir Resources ehf., en félagið fjárfesti í olíufyrirtækjum í Noregi og Kanada fyrir efnahagshrun. Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega.

Fram kemur að engar eignir fundust í þrotabúinu og því fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur sem alls námu ríflega 12,1 milljarði króna.

Lindir var dótturfélag Landsbankans sem keypti það árið 2013 vegna nauðasamninga Straumborgar ehf., en eigandi þess félags var Jón Helgi Guðmundsson sem oftast er kenndur við Byko.