Verðmætasköpun fyrir samfélagið verður til hjá fyrirtækjum landsins.
Sigþrúður Ármann
Sigþrúður Ármann

Sigþrúður Ármann

Allt of oft lesum við fréttir af fjöldauppsögnum starfsfólks hjá fyrirtækjum. Það sýnir okkur hve erfitt það getur verið að byggja upp fyrirtæki og halda uppi rekstri. Fyrirtæki mæta stöðugum áskorunum í sínum rekstri og margt þarf að ganga upp.

Verðmætasköpun verður til hjá fyrirtækjum

Verðmætasköpun í samfélaginu er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á framúrskarandi heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi, öruggt samfélag fyrir borgarana og góða innviði. Verðmætasköpunin verður til hjá fyrirtækjum landsins, ekki hjá opinberum stofnunum. Því skiptir miklu máli að við byggjum upp hvetjandi umhverfi fyrir fyrirtæki á Íslandi bæði stór og smá. Það verður að vera hvati fyrir fólk til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika og fyrirtæki eiga að geta vaxið úr því að vera lítil frumkvöðlafyrirtæki í að

...