Brúðhjón Marta Lovísa og Durek Verrett veifa til viðstaddra við komuna til Geirangurs þar sem brúðkaupið fer fram.
Brúðhjón Marta Lovísa og Durek Verrett veifa til viðstaddra við komuna til Geirangurs þar sem brúðkaupið fer fram. — NRK/AFP/Cornelius Poppe

Hátíðahöld vegna brúðkaups Mörtu Lovísu Noregsprinsessu og Bandaríkjamannsins Dureks Verretts hófust á fimmtudag, en um 350 gestir komu þá saman á sögufrægu hóteli í Álasundi á vesturströnd Noregs til að hittast og kynnast.

Í gær sigldu gestirnir til þorpsins Geirangurs í Geirangursfirði með farþegaskipinu Norwegian Prima, því sama og var nærri strandað á Viðeyjarsundi í júní fyrir ári. Norska ríkissjónvarpið NRK sýndi beint frá komu gestanna þangað í gær. Hjónavígslan fer síðan fram í dag á hóteli í þorpinu. Meðal boðsgesta eru Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins eiginmaður hennar auk ýmissa þekktra áhrifavalda.

Að sögn norskra fjölmiðla hafa gestir verið beðnir um að taka ekki myndir á farsíma sína eða myndavélar og ekki setja færslur á samfélagsmiðla. Það hefur valdið nokkru uppnámi meðal Norðmanna að

...