Orðið íslenskur kemur fyrir í fyrsta sinn í dróttkvæðri lausavísu sem er talin vera eftir Sighvat Þórðarson skáld á 11. öld. Hann var ósporlatur og fór m.a. eitt sinn til Gautlands í Svíþjóð í erindagerðum Ólafs helga Noregskonungs
Svört sólgleraugu Sighvatur okkar tíma?
Svört sólgleraugu Sighvatur okkar tíma? — Ljósmynd/Eugenio Marongiu

Tungutak

Þórhallur Eyþórsson

tolli@hi.is

Orðið íslenskur kemur fyrir í fyrsta sinn í dróttkvæðri lausavísu sem er talin vera eftir Sighvat Þórðarson skáld á 11. öld. Hann var ósporlatur og fór m.a. eitt sinn til Gautlands í Svíþjóð í erindagerðum Ólafs helga Noregskonungs. Þar austur frá hitti Sighvatur vin sinn, Rögnvald jarl, sem gaf honum gullhring. Gift kona sem var viðstödd sagði að ferð hans – „með þau hin svörtu augu“ – hefði þá ekki verið til einskis. Sighvatur brást við með vísu þar sem hann montaði sig af því hvað hann væri víðförull. Svörtu íslensku augun hefðu vísað sér veginn og fótur sinn gengið um slóðir sem eiginmaður hennar hefði aldrei komið á.

Oss hafa augun

...