Vextir sem stökkva úr 0,75% í 9,5% á örfáum misserum ættu ekki að teljast boðlegir neinu samfélagi.
Jakob Frímann Magnússon
Jakob Frímann Magnússon

Jakob Frímann Magnússon

Það er ofureðlilegt að íslenskur almenningur setji ítrekuð spurningarmerki við þá hagstjórn sem við höfum mátt búa við hér allt frá stofnun lýðveldisins.

Afborgun af 30 ára húsnæðisláni á meðalkaupverði sem nam árið 2020 kr. 217.500, nemur í dag kr. 564.000 og segir það allt sem segja þarf. Þessi ófyrirsjáanlegi öldugangur er að gera út af við fjölda venjulegra Íslendinga sem áttu sér einskis frekara ills von eftir heimsfaraldurinn skæða og jarðeldana á Reykjanesi.

Vextir sem stökkva úr 0,75% í 9,5% á örfáum misserum ættu ekki að teljast boðlegir neinu samfélagi, en skýringar Seðlabankans eru jú sífellt hinar sömu: Svona brattar vaxtahækkanir eru eina meðalið sem við eigum í lyfjaskápnum til að slá á bólguna, og ábyrgðina á bólgunni er nú einkum reynt að hengja um háls

...