Nokkuð dró úr kraftinum á nýja eldgosinu á Reykjanesskaga og hraun ógnaði ekki innviðum. Hins vegar sást það vel frá Reykjanesbraut, nýkomnum erlendum ferðamönnum til mikillar upplyftingar
Nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga mallaði með svipuðum hætti og menn eru farnir að venjast af eldsumbrotum þar.
Nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga mallaði með svipuðum hætti og menn eru farnir að venjast af eldsumbrotum þar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

24.8.-30.8.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Nokkuð dró úr kraftinum á nýja eldgosinu á Reykjanesskaga og hraun ógnaði ekki innviðum. Hins vegar sást það vel frá Reykjanesbraut, nýkomnum erlendum ferðamönnum til mikillar upplyftingar.

Mikil sorg ríkir í Neskaupstað eftir að eldri hjónum var banað þar í fyrri viku, en jafnfram lést ungur maður þaðan eftir voðaskot á öræfum.

Aukin manndráp og alvarleg afbrot, ekki síst í fámennari byggðum úti á landi, eru áhyggjuefni að mati Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði, sem telur þau rannsóknarefni.

...