„Það má segja að þessi tillaga hafi hlotið mikla athygli, enda hafa varðskip þjóðarinnar eins og áður sagði ávallt borið nöfn goða og loftförin nöfn gyðja.“
Varðskipið Freyja er mjög öflugt skip sem fellur vel að starfsemi og verkefnum Landhelgisgæslunnar þó að það hafi verið hannað fyrir annars konar starfsemi í upphafi.
Varðskipið Freyja er mjög öflugt skip sem fellur vel að starfsemi og verkefnum Landhelgisgæslunnar þó að það hafi verið hannað fyrir annars konar starfsemi í upphafi.

Elínrós Líndal Ragnarsdóttir

elinroslr@gmail.com

Einar Heiðar Valsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, starfar á varðskipinu Freyju. Hann hefur gegnt stöðu skipherra á Freyju frá því að hún kom til landsins á haustmánuðum ársins 2021. Hann segir þá sem starfa á Freyju vera afar stolta af nafni hennar og skipinu sjálfu.

„Ég hóf störf hjá Landhelgisgæslunni vorið 1981 sem vikadrengur á varðskipinu Tý, þá 15 ára að aldri. Ég var ráðinn eina ferð til reynslu í upphafi en hef starfað hjá stofnuninni allar götur síðan, þannig að ferillinn spannar rúm 43 ár,“ segir Einar og bætir við: „Starfsandinn er mjög góður og sterkur hjá Landhelgisgæslunni.“

Landhelgisgæslan er löggæslustofnun sem sinnir fjölbreyttu hlutverki í samfélaginu. Starfsemin er gríðarlega

...