Ástandið er orðið svo yfirgengilegt að manni nánast fallast hendur. Við flokksmenn erum eins og foreldrar mínir á unglingsárum mínum: „Ekki reiðir, heldur vonsviknir.“

Júlíus Viggó Ólafsson

Það er ekkert launungarmál að hinn almenni sjálfstæðismaður er ósáttur með ríkisstjórnarsamstarfið. Þá sérstaklega ungir sjálfstæðismenn. Staðan er fordæmalaus. Fylgið hefur aldrei mælst minna og ríkisstjórnin sem við leiðum er ein sú óvinsælasta í sögu lýðveldisins. Samkvæmt sumum könnunum er ríkisstjórnin jafnvel óvinsælli en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, og þá er nú mikið sagt.

Ég vil ekki þreyta lesendur og syrgja með því að reifa of mikið hver meint „afrek“ ríkisstjórnarinnar eru en þeirra á meðal eru ríkisvæðing vátryggingafélags, hækkun fjármagns- og fyrirtækjaskatts, „gjaldfrjálsar“ skólamáltíðir og ríkisútgjaldavöxtur sem gerir ef til vill Steingrím J. Sigfússon öfundsjúkan.

Ástandið er orðið svo yfirgengilegt að manni nánast fallast

...