Hið opinbera þarf með trúverðugum hætti að stokka upp í ríkisrekstri og það þarf að ná þeim skilaboðum til fólks.
— Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Það sem hefur gengið vel undanfarin ár átti sinn þátt í því að sú ríkisstjórn sem nú situr endurnýjaði umboð sitt í kosningum fyrir þremur árum. Við höfum náð árangri víða og heilt yfir hefur gengið vel. Viðspyrna hagkerfisins hefur verið hraðari en nokkurn óraði fyrir og hagvöxtur var árið 2022 sá mesti í hálfa öld. Afleiðingin er að afkoma ríkissjóðs hefur batnað miklu hraðar en spár gerðu ráð fyrir og skuldahlutföll eru lægri en nokkur þorði að vona.

Kaupmáttur hefur sömuleiðis vaxið hratt. Nýjar stoðir útflutnings, t.d. í hugverkaiðnaði og fiskeldi hafa aukið kraftinn í hagkerfinu og í samfélaginu, sem var kröftugt fyrir. Þessu, ásamt

...