Jónína Guðmundsdóttir fæddist 12. maí 1940. Hún lést 15. ágúst 2024. Útför var 28. ágúst 2024.

Amma mín var fyrirmynd, vinkona og klappstýra í lífi mínu, allt í senn. Hún þekkti mig svo vel, var með allt á hreinu. Alltaf þegar ég hafði lokið einhverju prófi biðu mín skilaboð frá ömmu; hún vildi vita strax hvernig hefði gengið. Ég gat talað við hana um allt, og það var líka svo gaman að hlusta á frásagnir hennar af öllu mögulegu; ferðalögum, fólki og bókum. Ég hef nokkrum sinnum lent á spjalli við fólk sem hefur setið bókmenntatíma með ömmu, og þá sendir það ömmu alltaf bestu kveðjur, segir mér frá því hvað amma mín sé klár og sniðug, það sé svo gaman og aðdáunarvert að hlusta á spurningarnar sem hún ber upp í tímum, þær séu svo vel orðaðar, úthugsaðar og áhugaverðar. Ég er mjög stolt barnabarn. Það er enginn betri lesandi en amma, og það er mikill missir að hafa hana ekki lengur til að

...