Mögulega á Hjálmar erfiðara með að fela óþolinmæði sína gagnvart því sem honum finnst vera þreytandi málflutningur minnihlutans í borgarstjórn.
Þessi mynd var tekin árin 2014 af Degi B. Eggertssyni og Hjámari Sveinssyni, sem báðir eru glaðlegir á svip enda enginn minnihluti í augsýn.
Þessi mynd var tekin árin 2014 af Degi B. Eggertssyni og Hjámari Sveinssyni, sem báðir eru glaðlegir á svip enda enginn minnihluti í augsýn. — Morgunblaðið/Ómar

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Mannleg samskipti eru ekki alltaf upp á sitt besta á vinnustöðum en það er bara lífsins gangur og nokkuð sem ætti að vera hægt að sætta sig við. Maður myndi ætla sem svo að fólk í pólitík áttaði sig vel á þessu og tæki það ekkert sérstaklega inn á sig þótt samskipti við pólitíska andstæðinga væru ekki alveg átakalaus. Viðkvæmnin getur þó verið mikil meðal stjórnmálamanna, eins og sýndi sig nýlega í nokkuð furðulegu klögumáli.

Varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sendi forseta borgarstjórnar erindi og kvartaði undan framkomu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar, í garð borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnar Baldursdóttur. Hjálmar var sagður hafa hæðst að og gert lítið

...