Stuð Djassrokkhljómsveitin Gammar.
Stuð Djassrokkhljómsveitin Gammar.

Á fjórtándu og síðustu tón­leikum sumardjasstónleikaraðar veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjar­götu, laugardaginn 31. ágúst, kemur fram djassrokkhljómsveitin Gammar. Meðlimir Gamma eru Stefán S. Stefánsson saxófón- og flautuleikari, Björn Thoroddsen á gítar, Þórir Baldursson á píanó og orgel, Bjarni ­Sveinbjörnsson á bassa og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Jazzhátíð Reykjavíkur.