Prófessorinn væni Konrad Maurer.
Prófessorinn væni Konrad Maurer.

Sumarið 1858 ferðaðist um Ísland prófessor nokkur sem hét Konrad Maurer. Prófessor Konrad Maurer var sannarlega merkur maður og á hann hlut í sögu okkar Íslendinga. Hann gerði til dæmis Hinu íslenska bókmenntafélagi kleift að gefa út Þjóðsögur Jóns Árnasonar á árunum 1862 og 1864. Ekki síður studdi prófessor Maurer sjálfan Jón Sigurðsson dyggilega í sjálfstæðisbaráttunni.

Á morgun, sunnudag 1. september, ætlar félagsskapur um minningu Konrads Maurers að fara í fótspor prófessorsins um Suðurland. Auðvelt er að fara í fótspor prófessorsins því hann ritaði ferðabók á ferðalagi sínu. Þetta er í áttunda sinn sem Konrad Maurer félagið fer í fótspor prófessorsins og ferðum er hvergi nærri lokið, eftir því sem fram kemur hjá félaginu. Ætlunin er að fara á nokkra staði, að Skógum, Ásólfsstaðakirkju, Stóra-Dalskirkju og Kálfholtskirkju. Tveir leiðsögumenn verða með í för og ausa af viskubrunni sínum, þeir Sigurjón Pétursson og

...