Gústaf Sigurlásson fæddist í Vestmannaeyjum 19. september 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 25. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Sigulás Þorleifsson verkamaður í Vestmannaeyjum frá Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 13.8. 1893, d. 26.11. 1980, og Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsmóðir, f. 31.10. 1907 í Garðabæ í Vestmannaeyjum, d. 27.11. 1992.

Gústaf var níundi í röð 16 systkina frá Reynistað. Systkini Gústafs: Sigurlaug (látin), Eggert (látinn), Þorleifur (látinn), Anna (látin), Kristín (látin), Ásta (látin), Ólöf, Jóna (látin), Helgi, Reynir (látinn), Erna (látin), Margrét, Geir og Linda. Einnig átti hann þrjú hálfsystkini samfeðra, Margréti, Huldu og Baldur, sem öll eru látin.

Gústaf giftist 30.12. 1973 Jóhönnu Ölfu Víglundsdóttur, f. 17.7. 1943, d. 18.3. 2011, húsmóður

...