Mótmælendur flykktust í gær út á götur ísraelsku höfuðborgarinnar Tel Avív og tjáðu þar heift sína í garð forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahús á hverjum öll spjót hafa staðið í fjölda málefna umhverfis þær viðsjár sem vaktar voru í kjölfar…
Örvinglun Ísraelar þustu fylktu liði út á götur Tel Avív í gær í kjölfar fregna af látnum gíslum og kröfðu alvald sinn um að knýja óöldina til kyrrðar.
Örvinglun Ísraelar þustu fylktu liði út á götur Tel Avív í gær í kjölfar fregna af látnum gíslum og kröfðu alvald sinn um að knýja óöldina til kyrrðar. — AFP/Jack Guez

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Mótmælendur flykktust í gær út á götur ísraelsku höfuðborgarinnar Tel Avív og tjáðu þar heift sína í garð forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahús á hverjum öll spjót hafa staðið í fjölda málefna umhverfis þær viðsjár sem vaktar voru í kjölfar innrásar liðsmanna Hamas-hryðjuverkasamtakanna palestínsku í fyrrahaust.

Fæst hafa spjótin þó reynst breiðari en þau er að ísraelskum gíslum í haldi Hamas beinast og hvorki gengur né rekur að fá heim. Þvert á móti greindi ísraelski herinn frá því um helgina að sex lík ísraelskra borgara hefðu fundist í göngum í Rafah-borg hins palestínska Gasasvæðis á laugardag.

„Við fáum líkpoka í stað samninga,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Arnon Bar-David, formanni eins

...