Mikilvægar undirstöður eru lagðar á fyrstu árum barna í grunnskóla, sem reynir svo á þegar komið er að PISA-prófinu undir lok skólagöngunnar. Undirstöður sem virðast æ veikbyggðari hér á landi, ef taka á mið af niðurstöðum PISA
— Morgunblaðið/Hari

Í brennidepli

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Mikilvægar undirstöður eru lagðar á fyrstu árum barna í grunnskóla, sem reynir svo á þegar komið er að PISA-prófinu undir lok skólagöngunnar. Undirstöður sem virðast æ veikbyggðari hér á landi, ef taka á mið af niðurstöðum PISA.

„Til að byggja upp lestrarfærni þannig að börn eigi einhvern möguleika á að geta lesið og skilið texta í 4. og 7. bekk, eða í PISA, þá þurfa þau að búa yfir vissri lesfimi. Þessi lesfimi þarf í raun að byggjast upp á fyrstu tveimur árum grunnskólans,“ segir Auður Björgvinsdóttir, læsisfræðingur og aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

„Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ef börn hafa ekki náð nægilegri færni í 3. bekk þá

...