Öruggt Egyptinn Mohamed Salah fagnar marki sínu og þriðja marki Liverpool í sigrinum gegn Manchester United á Old Trafford í Manchester í gær.
Öruggt Egyptinn Mohamed Salah fagnar marki sínu og þriðja marki Liverpool í sigrinum gegn Manchester United á Old Trafford í Manchester í gær. — AFP/Paul Ellis

Luis Díaz skoraði tvívegis fyrir Liverpool þegar liðið vann öruggan sigur gegn Manchester United, 3:0, á Old Trafford í Manchester í stórleik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Liverpool leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og Egyptinn Mohamed Salah bætti við þriðja marki Liverpool strax í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.

Liverpool, sem er með níu stig á toppi deildarinnar ásamt Manchester City, hefur skorað sjö mörk á tímabilinu og er eina liðið í deildinni sem á ennþá eftir að fá á sig mark.

Þá skoraði Erling Haaland þrennu fyrir City sem hafði betur gegn West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum á laugardaginn, 3:1. Þetta var áttunda þrenna Haalands fyrir City, í einungis 69 leikjum í deildinni. Sergio Agüera, fyrrverandi framherji City, á metið í deildinni, en hann skoraði 12 þrennur

...