Góðan daginn, faggi Í byrjun árs 2019 byrjaði ég að æfa Jónsmessunæturdraum og Ronja hélt áfram. Á meðan vorum við Gréta að skrifa Góðan daginn, faggi. Við höfðum talað við Axel Inga Árnason tónskáld og beðið hann um að semja lög fyrir þennan eins manns söngleik okkar
Bjarni „Innra með mér sprakk kjarnorkusprengja á sama tíma og ég hvarf inn í svarthol,“ skrifar hann.
Bjarni „Innra með mér sprakk kjarnorkusprengja á sama tíma og ég hvarf inn í svarthol,“ skrifar hann. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Góðan daginn, faggi

Í byrjun árs 2019 byrjaði ég að æfa Jónsmessunæturdraum og Ronja hélt áfram. Á meðan vorum við Gréta að skrifa Góðan daginn, faggi. Við höfðum talað við Axel Inga Árnason tónskáld og beðið hann um að semja lög fyrir þennan eins manns söngleik okkar. Gréta og Axel eru bestu vinir að norðan og það var mikil gjöf að fá hann í sköpunarferlið með okkur. Við þrjú áttum sífellt fleiri fundi og héldum opna samlestra á efninu til að eiga samtal við hinsegin samfélagið á Íslandi um efnið og verkið sjálft. Hjartatengingin við fólk sem mætti á þessa opnu samlestra var áþreifanleg. Ég fann fyrir sársaukafullri speglun þeirra og ég komst oft við meðan efnið flæddi frá okkur. Við vorum að fylgja sannleikanum og þó það væri ögrandi og erfitt fyrir mig þá var það hárrétt leið.

Á sama tíma óttaðist ég

...