Stefán Örn Magnússon fæddist 8. desember 1944. Hann lést 15. ágúst 2024. Útför fór fram í kyrrþey.

Stebbi sæti, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Túngötu 22 hjá ömmu Jónu og afa Magnúsi, sem lést þegar pabbi var einungis 16 ára gamall. Bræður hans, Biggi og Freyr, gengu honum þá nánast í föðurstað. Þeir gættu þess að hann gerði heimavinnuna fyrir skólann og pössuðu upp á að örverpið færi sér ekki að voða í höfuðborginni. Þeir bræður voru alla tíð mjög samrýndir og mikill samgangur var á milli fjölskyldna þeirra. Þeir höfðu allir yndi af því að vera úti í náttúrunni og sóttust eftir því að vera kaupadrengir hjá Nonna og Siggu í Skálholtsvík. Synir þeirra, Sveinbjörn og Jóhann Jónssynir, urðu vinir ævilangt.

Við eigum margar minningar um pabba okkar sem verma hjartaræturnar. Hann var ættrækinn og eru margar endurminningar tengdar lífi

...