Það er sannarlega verið að bæta heildarsýn í menntamálum og stíga mikilvæg og nauðsynleg framfara- og umbótaskref.
Líneik Anna Sævarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir

Líneik Anna Sævarsdóttir

Góður námsárangur er liður í því að tryggja farsæld barna og farsæld einstaklinga er mikilvæg undirstaða árangurs í námi. Þess vegna verður metnaður alls starfsfólks í skólakerfinu að snúast um hvort tveggja; gæði náms og farsæld.

Stefna og forysta stjórnvalda

Sveitarfélögin bera ábyrgð á skólastarfi í leik- og grunnskólum en ríkið í framhaldsskólum og háskólum, engu að síður verður ríkisvaldið að axla ábyrgð á forystu í menntamálum í samvinnu við hagaðila. Í þeim efnum hafa mikilvæg skref verið stigin á síðustu árum og verið er að stíga enn fleiri mikilvæg skref. Þessi vinna hefur í sumar vakið mikilvæga þjóðfélagsumræðu um skólamál. Umræðan hefur til þessa einkum snúist um námsmat en mikilvægt er að umræðan haldi áfram og að hún víkki út til fleiri viðfangsefna.

...