Gulur september Guli liturinn var allsráðandi í Ráðhúsinu í gær, en átakið, sem stendur út september, á að styðja við forvarnir gegn sjálfsvígum.
Gulur september Guli liturinn var allsráðandi í Ráðhúsinu í gær, en átakið, sem stendur út september, á að styðja við forvarnir gegn sjálfsvígum. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Guli liturinn var allsráðandi í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu í gær, en þá fór fram sérstakur opnunarviðburður fyrir Gulan september, samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Forseti lýðveldisins Halla Tómasdóttir flutti opnunarávarp átaksins, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna, veittu viðurkenningar fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna á Íslandi. Voru Wilhelm Norðfjörð, rithöfundur og sálfræðingur, og Píeta-samtökin heiðruð að þessu sinni. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sá um fundarstjórn.

Í kjölfar athafnarinnar var farið í sérstaka geðræktar- og sögugöngu um miðbæinn og sáu sagnfræðingarnir Stefán Pálsson og Kristín Svava Tómasdóttir um hana.

Þetta er annað árið í röð sem

...