Allir landsmenn geta séð sjálfa sig í þeim aðstæðum sem Grindvíkingar standa nú. Þess vegna er samstaða þjóðarinnar með Grindvíkingum svo dýrmæt.
Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sigurðsson

Tíundi nóvember tvöþúsundtuttuguogþrjú rennur fæstum Grindvíkingum úr minni. Síðan þá hafa flestir bæjarbúar þurft að finna sér annan samastað en heimili sín, þurft í önnur hús að venda. Þetta er lífsreynsla sem við fæst upplifum og það er erfitt að gera sér nákvæmlega í hugarlund hvaða tilfinningar bærast í brjósti þeirra sem þurfa fyrirvaralaust að rífa sig og fjölskyldu sína upp og mæta óvissri framtíð. Óvissan lýtur m.a. að húsaskjóli, fyrst til bráðabirgða en síðan til lengri framtíðar, atvinnu, skólagöngu og frístundastarfi, andlegri og félagslegri heilsu og vellíðan, fjárhagsstöðu og eignum o.s.frv. Nærri lætur að í Grindavík hafi búið um 1% þjóðarinnar og það er vitaskuld talsvert samfélagslegt högg sem fylgir því að rýma hafi þurft bæinn og að jarðhræringunum sé hvergi nærri lokið eftir níu mánuði.

Almenn samstaða

...