Ísland stendur öðrum þjóðum framar þegar kemur að nýtingu á fiski. Ísland nýtir um það bil 90% af þeim fiski sem hér er veiddur meðan önnur lönd nýta um það bil 40-50% og henda restinni. Þetta segir Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans og …
Þór Sigfússon er gestur í Dagmálum.
Þór Sigfússon er gestur í Dagmálum. — Morgunblaðið/María

Ísland stendur öðrum þjóðum framar þegar kemur að nýtingu á fiski. Ísland nýtir um það bil 90% af þeim fiski sem hér er veiddur meðan önnur lönd nýta um það bil 40-50% og henda restinni. Þetta segir Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans og höfundur bókarinnar 100% fiskur, í Dagmálum sem birt eru á mbl.is í dag.

Sjávarklasinn var stofnaður árið 2011 og hefur það markmið að tengja saman fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi.

Þór segir að ljóst sé að mikil tækifæri séu til staðar á sviði sjávarútvegs og að aðrar þjóðir geti lært mikið af Íslendingum.

„Ísland hefur alla burði til að verða Kísildalur heimsins þegar kemur að sjávarútvegsgreinum. Við hjá Sjávarklasanum stundum alþjóðlegt starf og höfum hjálpað löndum að setja upp klasa í anda okkar. Við

...