Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Val, 3:2, þegar liðin mættust í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í Fossvogi í gær. Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkinga fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt strax á 21
Umkringdur Sigurður Hjörtur Þrastarson sýnir Aroni Elís Þrándarsyni rauða spjaldið í Fossvoginum í gær við lítinn fögnuð liðsfélaga hans.
Umkringdur Sigurður Hjörtur Þrastarson sýnir Aroni Elís Þrándarsyni rauða spjaldið í Fossvoginum í gær við lítinn fögnuð liðsfélaga hans. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Val, 3:2, þegar liðin mættust í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í Fossvogi í gær.

Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkinga fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt strax á 21. mínútu og Valsmenn skoruðu tvö mörk með stuttu millibili fljótlega eftir það. Leikurinn snérist hins vegar algjörlega um miðjan síðari hálfleikinn þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fékk að líta rauða spjaldið á 65. mínútu. Víkingar gengu á lagið, skoruðu þrjú mörk og snéru leiknum sér í vil.

Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir Víkinga en liðið er nú einungis þremur stigum á eftir

...