Réttir Féð er rekið í almenning og smalarnir bíða hér álengdar.
Réttir Féð er rekið í almenning og smalarnir bíða hér álengdar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hausti fylgir að nú er sauðfé rekið úr sumarhögum og voru fyrstu réttir í gær; Baldursheims- og Hlíðarréttir í Mývatnssveit. Venjan í sveitum landsins er annars og almennt sú að virkir dagar vikunnar í fyrri hluta september eru teknir í göngur og fjallferðir og svo er réttirnar um helgi.

Réttað er í Hrútatungu- og Miðfjarðarréttum í Húnaþingi vestra næsta laugardag, 7. september, og daginn eftir verður fé dregið í dilka í Stafnrétt í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Undirfellsrétt í Vatnsdal er tveggja daga verkefni, réttað er næsta föstudag, 6. september, og svo er tekin önnur rispa næsta dag. Hraunsrétt í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu er 15. september.

Jafnan er stemning og eftirvænting gagnvart réttum í uppsveitum Árnessýslu; sem þar eru mikilvæg mannamót. Þar er réttað í Hrunarétt og Skaftholtsrétt föstudaginn 13. september,

...