Með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi er þetta mikilvæga réttlætismál nú að raungerast, heilbrigðisþjónusta verður brátt í boði í heimabyggð.
Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson

Anton Guðmundsson

Í sveitarstjórnarkosningunum 2022 setti B-listi Framsóknar sér skýr markmið um að þrýsta á ríkið að koma á heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið er það stærsta á landinu sem hefur ekki heilsugæslu. Suðurnesjabær, 4.000 manna sveitarfélag sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hefur séð mikla fjölgun íbúa síðustu ár.

Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að heilsugæsluþjónusta verði veitt í sveitarfélaginu. Við í Framsókn hófum tafarlaust samtöl við þingmenn okkar í Suðurkjördæmi, Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, til að þrýsta á málið. Einnig höfum við átt fundi og samtöl við Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Með miklum samtakamætti og samvinnuhugsjónina að leiðarljósi er þetta mikilvæga réttlætismál nú

...