Leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir hefur verið útnefnd bæjar­listamaður Mosfellsbæjar 2024. Tók hún við viðurkenningunni á setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima fimmtudaginn 29. ágúst. Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val…
Verðlaun Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Þóra og Hrafnhildur.
Verðlaun Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Þóra og Hrafnhildur.

Leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir hefur verið útnefnd bæjar­listamaður Mosfellsbæjar 2024. Tók hún við viðurkenningunni á setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima fimmtudaginn 29. ágúst. Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Hrafnhildur Gísladóttir formaður nefndarinnar Þóru verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni.

„Þóra hefur verið framúrskarandi í leirlist hér á landi síðustu áratugi,“ segir í tilkynningu. Hún vinnur jafnt nytjahluti sem skúlpt­úra og nýtir ásamt leir og járni annan efnivið í listsköpun sinni, til dæmis hrosshár og kindahorn.