Mig langar að koma með þá tillögu að allir grunnskólar landsins taki upp þennan matseðil.
Oddur Bjarni Bergvinsson
Oddur Bjarni Bergvinsson

Oddur Bjarni Bergvinsson

Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum. Nú þegar maturinn verður ókeypis er enn mikilvægara að foreldrar skrái ekki börnin sín í mat þegar þau vita að þau verði ekki í mat á ákveðnum dögum.

Mig langar að koma með þá tillögu að allir grunnskólar landsins taki upp þennan matseðil, sem ég kalla SKVÓP-matseðilinn. Það þýðir að það verði alltaf sama tegund af mat á ákveðnum vikudögum.

Mánudagur: sjávarréttur (fiskur).

Þriðjudagur: kjöt.

Miðvikudagur: vegan.

Fimmtudagur: ódýr matur (spónamatur).

...