Sumir strangtrúarsöfnuðir líta jafnvel á Trump sem spámann eða postula sem undirbúa muni endurkomu Jesú Krists.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Þórir S. Gröndal

Mikið er rætt og skrifað þessa dagana um vesalings tungumálið okkar, íslenskuna. Henni er iðulega jaskað út og stöðugt í hana slett enskum orðum. Eitt uppáhaldsslettiorð yngri kynslóðanna er kaos (chaos). Það er fyrirgefanlegt þegar notuð eru erlend orð yfir hugtök sem ekki eru til á íslensku. En því er ekki til að dreifa með „chaos“, því þar eigum við flott orð eins og glundroða og sér í lagi ringulreið, sem ég ætla að nota hér.

Fyrirkomulagið um kosningar til forseta í Bandaríkjunum er furðulegt þótt ekki sé meira sagt. Allt er kerfið flókið enda orðið gamalt, úthugsað á átjándu öldinni, og eru litlir möguleikar á því að breytingar komi til í bráð. Torskildast er ákvæðið með kjörmennina, sem hefir nokkrum sinnum orsakað að sá frambjóðandinn, sem fær fleiri almenn atkvæði, geti samt tapað kosningunni. Ég held að

...