Guðrún Steingrímsdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1929. Hún lést á Hrafnistu, Sléttuvegi, 23. ágúst 2024.

Guðrún var dóttir hjónanna Steingríms Magnússonar frá Miðhúsum í Vestmannaeyjum, f. 1891, d. 1980, sjómanns og fiskmatsmanns, og Vilborgar Sigþrúðar Vigfúsdóttur, f. 1892, d. 1980, frá Hraunbæ og Heiðarseli í Landbroti. Systkini Guðrúnar voru Tryggvi, f. 1922, d. 1997, Haraldur, f. 1923, d. 1989, Rannveig, f. 1925, d. 1994, Margrét, f. 1928, d. 2012, og Þór, f. 1933, d. 2015. Hálfsystkini hennar, börn Steingríms, voru Stefán, f. 1912, Hermann, f. 1918, Beta Einarína, f. 1918, og Ásta, f. 1920, öll eru þau látin.

Guðrún giftist Má Egilssyni viðskiptafræðingi, f. 1932, d. 1995. Börn Guðrúnar og Más eru: 1) Egill, f. 1960, kvæntur Þorgerði Hönnu Hannesdóttur, f. 1959, börn þeirra eru a) Már, f. 1985, giftur Lilju Kristínu Jónsdóttur, b)

...