Yfir 200 manns tóku þátt í varnaræfingu á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ í gær þar sem viðbrögð við hópslysi sökum eldgoss voru æfð. Æfingin var hluti af Norður-Víkingi, 1.200 manna heræfingu sem hefur staðið yfir síðustu daga en lýkur í dag
Varnarsamstarf Fjöldi bandarískra hermanna kemur að heræfingunni Norður-Víkingi en æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951.
Varnarsamstarf Fjöldi bandarískra hermanna kemur að heræfingunni Norður-Víkingi en æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. — Morgunblaðið/Eyþór

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Yfir 200 manns tóku þátt í varnaræfingu á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ í gær þar sem viðbrögð við hópslysi sökum eldgoss voru æfð. Æfingin var hluti af Norður-Víkingi, 1.200 manna heræfingu sem hefur staðið yfir síðustu daga en lýkur í dag.

Fólk frá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, almannavörnum, Landsbjörg og Landhelgisgæslunni kom m.a. að æfingunni ásamt Bandaríkjaher.

„Sá mannskapur og búnaður sem er á varnaræfingunni er mjög öflugur, með öflugar einingar og sérfræðinga sem eru vel þjálfaðir,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið.

...