Mikill mannfjöldi fylgdi Hersh Goldberg-Polin til grafar í Jerúsalem í gær en hann var einn þeirra sex gísla Hamas-samtakanna sem Ísraelsher fann látna á Gasasvæðinu á laugardag. Stærstu verkalýðsfélög Ísraels skipulögðu allsherjarverkfall í gær til …
Útför Mikill mannfjöldi fylgdi Hersh Goldberg-Polin til grafar í gær.
Útför Mikill mannfjöldi fylgdi Hersh Goldberg-Polin til grafar í gær. — AFP/GIil Cohen-Magen

Mikill mannfjöldi fylgdi Hersh Goldberg-Polin til grafar í Jerúsalem í gær en hann var einn þeirra sex gísla Hamas-samtakanna sem Ísraelsher fann látna á Gasasvæðinu á laugardag.

Stærstu verkalýðsfélög Ísraels skipulögðu allsherjarverkfall í gær til að þrýsta á ríkisstjórn landsins að ná samningum um vopnahlé við Hamas og frelsun þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Dómstóll úrskurðaði í gær að verkfallið væri ólöglegt en tugir þúsunda mótmæltu víða í landinu annan daginn í röð.

Talsmaður Hamas sagði í gærkvöldi að þeir gíslar sem enn eru í haldi samtakanna myndu snúa til baka í líkkistum ef Ísraelsmenn reyndu áfram að frelsa þá með hervaldi í stað samninga.