Djasskonur Marína Ósk og Sunna.
Djasskonur Marína Ósk og Sunna.

Djasskonurnar Sunna Gunnlaugs og Marína Ósk halda ferna tónleika á landsbyggðinni í vikunni. „Þær munu auk þess koma við á heimilum aldraðra og kíkja í nokkra grunnskóla og tónlistarskóla,“ eins og segir í tilkynningu.

Þar kemur fram að Sunna og Marína hafi nýverið komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur ásamt kvartett sem flutti lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör, af væntanlegri plötu Sunnu og Marínu sem tekin var upp í vor. Á efnisskrá komandi tónleika verða auk fyrrnefndra laga leikin þekkt lög úr „djassbiblíunni“ sem og verk eftir Marínu. „Tónlistinni er best lýst sem hugljúfum ballöðum og grípandi latínsmellum og sveiflu.“

Fyrstu tónleikarnir verða í Vogafjósi á Mývatni í kvöld, þriðjudag, kl. 21.30. Fimmtudaginn 5. september kl. 20 koma þær fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Laugardaginn 7. september kl.

...