Er loksins komið að því að aðstaðan fyrir fótbolta og frjálsíþróttir í Laugardalnum verði bætt, þannig að hún sé boðleg í alþjóðlegri keppni? Viljayfirlýsingin, sem undirrituð var í gær og sagt er frá á bls

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Er loksins komið að því að aðstaðan fyrir fótbolta og frjálsíþróttir í Laugardalnum verði bætt, þannig að hún sé boðleg í alþjóðlegri keppni?

Viljayfirlýsingin, sem undirrituð var í gær og sagt er frá á bls. 2, er skref í rétta átt. Á því er enginn vafi.

En hún dugar skammt ein og sér. Nú þarf að láta verkin tala. Eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum þjóðarleikvanga er kominn tími til framkvæmda.

Útlit er fyrir að blandaða grasið sé umtalsverð bylting fyrir fótboltann. Tilraunir FH-inga með það á sínu æfingasvæði í Kaplakrika lofa góðu og það ætti að gera Laugardalsvöllinn nothæfan í mars, apríl og nóvember. Vonandi líka í desember.

...