Haukur Guðlaugsson, fv. söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, lést 1. september, 93 ára að aldri.

Haukur fæddist á Eyrarbakka 5. apríl 1931 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðlaugur Ingvar Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, og Ingibjörg Jónasdóttir, húsfreyja og listakona á Eyrarbakka.

Haukur hóf píanónám 13 ára og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1951. Hann stundaði orgelnám við Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg 1955-1960. Framhaldsnám í orgelleik stundaði hann við Accademia di Santa Cecilia í Róm 1966, 1968 og 1972.

Haukur var tónlistarkennari og kórstjóri Karlakórsins Vísis á Siglufirði 1951-1955 og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi 1960-1974. Þá var hann einnig organisti og kórstjóri Akraneskirkju 1960-1982 og kórstjóri Karlakórsins Svana. Hann var söngmálastjóri íslensku þjóðkirkjunnar

...